7.4.2012 | 22:42
Ömurlegt umtal
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.7.2011 | 23:55
Jæja
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.11.2008 | 09:50
Á afneitunarstiginu
Jamm ég held ég sé á afneitunarstiginu ég bara dóla blístrandií gegnum lífið ýti öllum neikvæðum hugsunum og áhyggjum bara til hliðar þegar þær gera innrás segi það ekki að ég þarf nú stundum að slá þær aðeins kröftuglega í burtu en í alvuru ég nenni ekki að velta mér endalaust upp úr þessu ástandi
Er bara komin á það stig að dúllast í þvotti með bros á vör (einhvað sem mér hefur alltaf þótt leiðinlegast af öllu) og svo bara þrífa og bara vera í kósýheitum heima aumingja gummi (eiginmaðurinn)þarf að fara með mig undir handleggnum öskrandi og sparkandi ef hann vill að skreppum einhvað um helga.
að öðru leyti vil ég helst fara bara í vinnuna og heim að kósýast í þvotti og tiltekt (hvenær breyttist að í kósý) en svona er þetta bara ég hlít að fara að hoppa yfir á brjálæðisstigið þar sem ég verð óþolandi pirruð og ömurleg að umgangast jæja nóg af röfli í bili.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.10.2008 | 20:11
AAAAAAAAAARRRRRRRRRRGGGGG
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.10.2008 | 21:25
Lífið er yndislegt lalalalalala.
Já best að ég byrji á að segja ykkur að litli ömmusnúðurinn dafnar vel vill bara nærast út í eitt (Greynilega örlítið skildur mér hehe) hann er bara yndislegur
En svo að öðru ég fór til systur minnar í sláturgerð eða það er að segja við gerðum lyfrarpilsu sem er svo sem ekki frásögufærandi því það virðast allir vera að því þessa dagana því ég fór ítrekað í sláturmarkaðinn í hagkaup og kom að tómum kofanum allt búið svo ég mætti síðasta föstudag 15 mín fyrir opnun og hélt ég yrði nú fyrst inn ,en nei það var komin biðröð út á bílaplan en jæja ég fékk loksins slátrið hélt að það væri nú í lokuðum kössum ,nei nei það var allt í einhverjum pokum og blóðið í brúsum sem voru allir útklíndir í blóði þannig að þegar slátrið var komið á áfangastað leit bíllinn minn út eins og það hefði verið framið morð í honum.
En jæja við systur förum að gera slátrið og þar sem ég hef í raunini aldrei gert þetta sjálf áður var ég sett í að skera mör á meðan hún blandaði og ég verð að segja að mér var tíðhugsað um hvort ég væri með svona mikið magn af fitu innbyrgðis jæja en svo var farð að troða í keppi og sauma fyrir og enginn skildi hvað ég var lengi að sauma en þegar búið var að sauma og keppirnir mínir skoðaðir kom í ljós að ég saumaði allt samviskusamlega með kapellusaum semsagt ég bróderaði keppina það vantaði bara verði ykkur að góðu á þá hehe.
En þetta var nú bara gaman og ég hélt heim áleið hrikalega stolt yfir hvað ég var búin að vera dugleg húsmóðir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.10.2008 | 19:43
Dásamlegastur er mættur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
16.10.2008 | 17:13
HRÆDD
Rekin úr búð í Danmörku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.10.2008 | 09:13
Tilhlökkun í kreppuni
Já það eru eflaust margir sem sjá engan ljósan punkt á tilveruni þessa dagana og er það ekkert skrítið bara vel skiljanlegt eins og ástandið er.
En ég er svo heppin að vera að springa úr tilhlökkun því ég er að smella i að verða amma og sðennan hér í hámarki.
Ég held að ég hafi varla nokkurtíman verið svona spent en um leið rosalega stressuð skil ekki þetta stress er bara að springa var ekki svona stressuð þegar börin mín fæddust verð þeirri stund fegnust þegar prinsinn kemur í heiminn og bið til guðs að allt gangi þetta nú vel.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.10.2008 | 20:30
ÚÚÚÚ
Ekki vildi ég vera davíð oddson eða geir h horde í dag það liggur við að ég vorkenni þeim en ég er bara svo reið nánir fjölskildumeðlimir eru að tapa ævisparnaðinum sínum eldra fólk sem var bara farið að hakka til að geta slappað aðeins af í ellini þetta er svo sorglegt að það tekur ekki tali og mann langar að sjá þá sem bera ábyrgð á þessu svara fyrir það grgrgrgrgrgrgrggrgrgrgrg.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.10.2008 | 19:57
Höfum tiltekktardag í seðló.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)