Færsluflokkur: Bloggar

Helli mér í þetta

Já ég er búin að ákveða að ég ætla að hella mér í þetta al-anon starf ,fá trúnaðarkonu sporavinnu og allan pakkan held að þetta komi til með að hressa upp á sálartetrið ,því mín andlega ruslatunna er full það flæðir út svo nú ætla ég að flokka úr henni skoða allt og annaðhvort að henda því for good eða vinna úr því er þetta ekki bara nokkuð gott plan ég held það .

Svei mér þá

Ég hef verið að kíkja inn á nokkrar bloggsíður í kvöld mér finnst svolítið mikið um rifrildi yfir trúarbrögðum , verða ekki bara allir að virða trú náungans án þess kannski að vera sammála þá kannski getur fólk lifað í sátt og samlindi.

Hamingjusamt fólk

Jæja þá er fyrsti al-anon fyndurinn að baki og mér fanst frábært að hlusta á fólk sem þarna talaði um gleðina í lífi sínu eftir að það fékk styrk hjá þessum samtökum,ég sé kanski frammá að geta ef ég legg mig framm losnað við þessar endalausu áhyggjur og hvað á ég að segja já bara sorg ja allavega minkað þá vanlíðan sennilega losnar maður ekki alveg við þetta á  meðan ástandið er viðvarandi en allavega þá ætla ég að halda áfram að mæta og sjá hvað seturHappy


nöldurseggir

Jæja þessi dagur er búin að vera svolítið strembin mikið að gera í vinnunni búin að fara þar á milli hundrað staða og redda hlutum þurfti svo að fara á einn stað sem ég ætla nú ekkert að nafngera en þar þurfti ég að vinna inni í ca 52 stiga hitaSick veit ekki hvernig fólkið fer að því að vinna í þessum hita og svo er náttla fyrsti al-anon fundurinn í kvöld og eg er svo rugluð að ég er búin að vera að leita að ástæðu til að fara ekkiBlush sem er bara rugl ég skal einhverstaðar verður maður að byrja en í öllum þessum hugleiðingum á leiðini á annan vinnustað aðeins farin að kólna niður hringir gemsin minn (tek fram að bíllinn minn er merktur með símanr og nafni )og er þá á línuni einhver nöldurseggur Frownað upplýsa mig um það að vinstri akrein er fyrir hraðari akstur ég var ekki alveg í stuði fyrir svona röfl´og sagði manninum að ég væri vel upplíst um það og ég væri á 90 km hraða og það væri hraðari akstur Smilesá svo í baksýnisspeglinum mannin fyrir aftan mig í símanum með glott á vör ,það munaði ekki miklu að ég í geðvonsku minni myndi dundra í aftur á bak við næstu ljós og bakka á hann þurrka glottið af smettinu á honum hehe en nei ég ákvað að haga mér eins og löghlíðin 4 barna móðir og hélt för minni um bæin áfram og reyndi samt að halda mig hægramegin þó a' mín skoðun sé sú að það á ekkert að keyra hraðar en á 90 innanbæjar en auðvitað fór ég að hafa áhyggjur af því að ég væri að valda vandræðum í umferðinni ,(segið þið svo að ég sé í lagi)nei það varður seint sagt ,nóg röfl í bili.


djöf.........

Her djöfullinn er að fólki að í dag ok ég er grænjaxl í þessum bloggheimi ný byrjuð en ekki datt mér í hug að þetta gengi svona fyrir sig ,að fólk væri tekið og liggur við aflífað á staðnum með  nýðskap og ljótum orðum  ég er svo reið að ég get ekki einu sinni sofnað svo ég fór bara hér framm og ákvað að fá utrás hér.Líður einhverjum svo illa að hann þurfi að nýðast á blásaklausu fólki til að líða betur grrrrrrrrrrrr .

ennþá dofin

já það er nú ekki mikið skemtilegt sem ég hef að segja er bara enn dofin eftir læti gærdagsins,en ég hef tekið þá ákvörðun að prufa að fara á al-anon fund er búin að hugsa um þetta annað slagið í mörg ár en aldrey látið verða að því en nú skal ég fara það er á hreinu áður en ég enda sem taugahrúga skrítið hvernig ein manneskja getur haldið fjölda manns í heljargreipum en einhverneigin hafa flestir aðrir í þessum hóp lært að loka á þetta nema ég tek allt svo svakalega inná mig að ég er gjörsamlega að fara á taugum.

Kóvari

Úff Úff ef einhver þarna úti veit um einhverja lækningu við því að vera kóvari þá endilega HJÁLPFrown ég veit auðvitað að viðkomandi er að gera rangt samt hef ég reint að hjálpa honum aftur og aftur og aftur og meira að seigja þegar framkoman hefur farið langt yfir strikið eins og gerðist í dagAngry reyni ég samt að afsaka hana fyrir sjálfri mér og öðrum og held svei mér þá að ég sé vonda manneskjan fyrir að láta í mér heyra þetta er búið að kosta mig svita og tár aftur og aftur en ég læt mér ekki segjast ég er orðin svo sjúk af þessu kóvaríi að það nær ekki nokkurri átt en nú er ég allavega búin að sjá að það er ég sem þarf hjálp ég bara meika þetta ekki hjálparlaust því miðurSick

ekkert svo gamall

Gumminn minn á afmæli í dag á semsagt sama afmælisdag og bjórinn (ég held svei mér þá að það sé enginn tilviljun) en allavega á er minn 43 ára í dag ég er búin að vera að velta fyrir mér hvort ég eigi nú ekki að fara að panta fyrir hann í dagvistun á das eða skrá hann allavega í félag eldriborgara LoL en svo skrítið sem það nú er þá finnst honum ég bara ekkert fyndin eins og mér er nú búin að finnast ég sniðug í dag nei nei að öllu gríni slepptu þá er þessi 40 + aldur bara nice hlutirnir svona aðeins að róast í kringum mann og maður svona aðeins búin að taka út smá þroska þá meina ég smá því maður er jú að þroskast og læra allt sitt líf.

veiiiiii

Ég sem er alltaf að tuða um að mig vanti fleiri kltíma í sólahringinn nú er ég allavega búin að græða 26 sek í þennan mánuð ef ég skil þetta réttWink.


mbl.is Hver á hlaupársdaginn?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kanski hækka launin á suðurnesjum

Jæja ekki veitir af þar sem fólkið á suðurnesjum mælist með lægstu meðallaun á landinu vonandi að aukin eftirspurn eftir starfsfólki hækki launin hjá aumingja fólkinu sem þar býr.
mbl.is Bláa lónið springur út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband