29.1.2008 | 22:39
Snúllinn minn
Ég á lítinn snúð (5 ára) hann er algert gull
þessa dagana er hann í því að segja mér hversu mikið hann elskar mig hann segir ca 10-20 sinnum á dag mamma ég elska þig geggjað mikið svo bíður hann þangað til ég segi líka ég elska þig geggjað mikið og þarf hann nú ekki að bíða lengi því ég segi alltaf um leið ég elska þig líka geggjað eða allan gemin eða af öllu hjartanu mínu
allt í einu datt mér í hug hmhm efast barnið einhvað um að ég elski hann það getur bara ekki verið ég er að knúsa hann og kjassa frá því hann vaknar og þangað til hann fer á leikskólann og svo frá því að hann kemur heim og þangað til hann fer að sofa eða er þetta bara einhvað tímabil ,ég man eftir að yngsta stelpan sagði þetta oft en ekki svona oft mér þykir alltaf jafn gaman af að heyra þetta en allt í einu fékk ég stíng í hjartað þegar mér datt þetta um efan í hug en ég er bara komin á þá skoðun að hann elskar mig bara svona mikið
auðvitað ég er nú besta mamman hans reyndar sú eina hehe.
Athugasemdir
Mér finnst þetta nú bara OFURSÆTT. Ég hringi nokkrum sinnum á dag í mömmu til að tjá henni ást mína og elsku og á hverju kveldi sama rútínan. Hringja í mömmu og segja góða nótt, Guð geymi þig, ég elska þig. Hann er greynilega bara litli kóngurinn á heimilinu og í algjöru kvennafansi Hafðu það gott elskan.
Elín Katrín Rúnarsdóttir. , 30.1.2008 kl. 15:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.