það er ekki að því að spyrja

Eins og þið hafið séð sem kíkið hérna inn þá hef ég aðeins verið að röfla um meðvirkni mína og að ég er nýbyrjuð í al-anon ,en þetta getur nú líka haft sínar spaugilegu hliðar hvernig maður er þannig er mál með vexti að ég var á hótel örk um helgina mjög gaman svo var náttla farið í heitapottinn og svona huggulegt ,nú svo fór fólkið að kvarta yfir því að það væri ekki hægt að fá þjónustu út í pottinn þ.e.a.s drykki nú vitið menn áður en ég vissi af var ég farin að þjónusta liðið og líka bláókunnugt fólk ekki málið að bera bjór í fólkið hahahaha ég er svo KLIKKUÐ en annars var þetta ofsalega gaman og allir skemmtu sér vel .Mikið er nú huggulegt að fara svona aðeins í burtu hvíld frá öllu nema náttla kallinum hann fékk að koma með þessi elska eins dásamleg og börnin mín eru er bara nauðsynlegt að pústa annarslagið þurfa ekki að elda  og láta bara þjóna sér frá a-ö nema þegar maður skellir sér í heitapottaþjónustu en ég var nú fljót að snappa frá því en allavega ef þið hafið ekki farið á örkina þá mæli ég með þessu hóteli ,góður matur fín herbergi og sanngjarnt verð bara gott.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Örkin er voða notaleg, hef gist þar nokkrum sinnum.

Ragnheiður , 16.3.2008 kl. 16:17

2 identicon

Gott hjá þér Eyrún mín að fara og slappa svolítið af. Bið innilega að heilsa mömmu þinni.

Emma Eiríksdóttir Eyrarbakka (IP-tala skráð) 16.3.2008 kl. 16:48

3 identicon

Ég skila því emma mín bið líka að heilsa á bakkan.

Eyrún Gísladóttir (IP-tala skráð) 16.3.2008 kl. 17:37

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er bráðnauðsynlegt að komast aðeins í burtu frá heimilinu einstaka sinnum.  Þá kann maður betur að meta alla hluti og fjölskylduna þegar maður kemur heim aftur, því heima er alltaf best. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.3.2008 kl. 17:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband