3.4.2008 | 23:55
Átak eða.....
Jamm ég játa ,ég var í saumaklúbb og það bókstaflega flæða kræsingar út um eyrun á mér þannig að átakið verður tvöfalt á morgun ekki einu sinni hollustu fæði bara no food at all bara ýminduð steik með loft sósu fyrir mig takk.
annars er heilsufarið svipað sonurinn reyndar að hressast en magapestasjúklingurinn náði sér í streptakokka líka og eiginmaðurinn kom úr vinnuferð að norðan með norðlenskt kvef (betra að hafa þetta fjölbreitt) úff úff vona bara að þessum flensum fari að linna .
Ekki það að maður eigi svo sem að vara að kvarta flensur eru þó einkvað sem lagast, allavega hjá sæmilega hraustu fólki, þetta er bara kjörið tækifæri til að kvarta yfir einhverju
Athugasemdir
Norðlenskt kvef er miklu fljótlegra að batna og þeir verða ekki eins veikir kallarnir okkar. Í saumó er bara ekki hægt að borða lítið og pent. GN
Ásdís Sigurðardóttir, 3.4.2008 kl. 23:59
Góðan bata og góða nótt.....
Helga Dóra, 4.4.2008 kl. 00:00
Já vona að þetta sé rétt hjá þér Ásdís mín að hann hressist sem fyrst .
Eyrún Gísladóttir, 4.4.2008 kl. 00:07
Ég vildi að ég hefði áræði í svona átak, þarf að létta mig
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.4.2008 kl. 15:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.