Hvað er málið

Nú skil ég ekki alveg þannig er mál með vexti að ég á son sem verður 6 ára núna í mai, hann fæddist á 25 viku meðgöngu aðeins 670 gr þessi litla hetja er búin að ganga í gegnum ýmislegt ein og gefur að skilja var hann mjög veikbyggður var á vökudeild í 3,5 mán og vil ég taka fram að þar er dásamlegt starfsfólk,
en það er nú þannig að þegar börn fæðast svona lítil og óþroskuð þá er ekkert hægt að segja til um framhaldið við urðum bara að taka 1 dag í einu og biðja og vona að allt myndi ganga vel til að byrja með fer þetta svona tvö skref áfram og eitt afturábak hann fékk sýkingar og og auðvitað var margt sem kom uppá og er of langt mál að far með í einni færslu nema að hann braggast nú samt vel þrátt fyrir þrálát veikindi tíðar sjúkrahúslegur og greindist svo með flogaveiki 19 mán í sem er nú á undan haldi einhver fyrirburaháttur sennilega allavega vonum við það.núna í sumar greindist hann svo með atbygglistbrest hann er ofboðslega blíður og yndislegur með ótrúlegt minni en á erfitt með að einbeita sér og þarf ekki mikið til að trufla hann.
Í öllu þessi ferli sem verið hefur frá því að snúðurinn fæddist höfum við allstaðar mætt velvild og umhyggju hjúkrunarfólk á bæði vökudeild og barnaspítala frábært læknarnir hans yndislegir og bara honum hefur gengið frábærlega vel að braggast og þroskast.
En nú ber svo við að hann er að byrja í skóla í haust eins og vera ber ætti kannski að taka það fram að við fluttum í fyrra sumar í annað skólahverfi þannig að systir hans sem er enn í barnaskóla er í gamla skólahverfinu okkar og klárar þar.
þannig er að í hverfinu sem við búum er einn barnaskóli í þeim skóla er svokallað opið kerfi eða einkvað svoleiðis þannig að í einni og sömu skólastofu eru 40-60 börn og 2-3 kennarar okkur var strax sagt af greiningaraðilum og leikskólakennurunum hans að þetta gengi aldrei fyrir hann þetta væri erfitt fyrir börn sem ekkert amaði að hvað þá börn með adhd. nú ok ég fór á stúfana á skólaskrifstofuna og skólann í gamlahverfinu okkar þar sem systir hans er og tók því bara sem vísu að hann fengi þar inni  sérstaklega þar sem hann er í leikskóla þarna við hliðina á skólanum og allir hans félagar fara þangað ég tak fram að auðvitað hefði ég viljað að hann færi í okkar hverfisskóla uppá að eignast vini í sínu hverfi en það er bara ekki hægt ,það sem kom mér svo á óvart er að það er ekkert sjálfsagt mál að hann fái inn í öðrum skóla svörin sem ég fæ er að það sé verið að innrita börnin og eftir því sem mér skilst fær hann að koma ef það er pláss fyrir hann ok nú bara bíð ég og vona að einkvað af þessum börnum sem þessi skóli á von á séu flutt því annars þarf ég að senda barnið í skóla sem er vonlaus fyrir hann hvað á þetta að þýða eiga ekki öll börn að fá þá skólagöngu sem þau þurfa og hentar þeim .
ég er bara alveg orðlaus.
En þar sem ég er soddan frekja þá er ég búin að ákveða að hann skal fá það sem hann þarf þó ég þurfi að arga mig fjólubláa á opinberum stöðum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Auðvitð verstu fyrir hann fram í rauðan dauðann, öll börn eiga rétt á skólagöngu, það er skilda ríkissins að sjá um það.  Baráttukveðja  Bravo 

Ásdís Sigurðardóttir, 17.4.2008 kl. 13:19

2 identicon

Takk fyrir kveðjurnar þið heyrið örugglega ef ég þarf að berjast.
get haft mjög hátt ef ég þarf hehe.

Eyrún Gísladóttir (IP-tala skráð) 17.4.2008 kl. 22:58

3 Smámynd: Helga Dóra

Go color purple.......... Það er því miður það eina sem virkar.......

Gangi þér vel.... Er búin að bíða sjálf heilan vetur núna eftir því að sonur minn fái greiningu, ég bíð og bíð og bíð...... 

Helga Dóra, 17.4.2008 kl. 23:35

4 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Ef góð ástæða er fyrir að skólinn í gamla hverfinu henti honum betur þá ætti hann að geta fengið inni í honum. Það er í flestum tilvikum mun fljótlegri barátta. Þurfirðu hinsvegar að senda hann í opna kerfið þarftu virkilega að berjast og fylgjast með eins og haukur. Ekki auðvelt að fá skólana til að skaffa þjónustu sem þeir í raun eru ekki með.

Gangi ykkur vel með þetta, Mikilvægast af öllu er að finna stað sem hentar syni þínum og sem honum líður vel á.

Laufey Ólafsdóttir, 17.4.2008 kl. 23:39

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Go girl go, gott hjá þér.  Vonandi fær hann inni í gamla skólanum.  Þetta er með ólíkindum alveg.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.4.2008 kl. 00:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband