27.4.2008 | 13:02
Æðruleysi
Ég hef verið að velta þessu svokallaða æðruleysi fyrir mér Sérstaklega eftir að ég er búin að eiga spjall við hana móðir mína sem er ein sú æðrulausasta sem ég þekki svo var ég að lesa viðtöl um daginn þar sem fólk var að lýsa erfiðri reynslu sinni af hinu og þessu og einhvernvegin voru allir sammála um það að þau hefðu ekki viljað sleppa við þessa erfileika því þá væri það sennilega ekki statt þar sem það er í dag.
Ok guð hefur sennilega verið í skrítni skapi þegar hann skapaði mig úthlutaði mér ögn af þessu og dass af hinu sem ég hefði alveg viljað vera laus við því að belive me það hefur ýmislegt sem ég myndi kalla mis erfitt komið uppá um dagana og ég finn ekki fyrir snefil af þessari æðruleysis tilfinningu bærast í mér myndi bara viljað vera laus við þessa erfiðleika held ég væri ekkert verr stödd í dag þó ég hefði farið á mis við einkvað af þessum erfileikum.
Ég trúi á guð eins og ég skilgreini hann og þakka honum óspart fyrir að ég hafi komist í gegnum þessar oft skrítnu uppákomur sem mér voru úthlutaðar því ég trúi því að okkur sé ætlað eitt og annað í lífinu og að erfileikar sem við göngum í gegnum þroski okkur en annað hvort er ég svona afspyrnu treg eða ég veit það ekki allavega held ég að ég hafi ekki þroskast neitt meira en gengur og gerist jú jú ég hef lært eitt og annað en hugsa að ég hefði bara viljað læra það eftir öðrum leiðum
Sem sagt ég hef komist að þeirri niðurstöðu að ég er ekki æðrulaus en ég þakka samt guði fyrir það sem mér hefur verið gefið.
Athugasemdir
Já,það er skrítið en ég lendi einmitt oft í því að við mig er sagt,að ef það væri ekki fyrir þessa reynslu og erfiðleika,værir þú ekki sú manneskja sem þú ert í dag.Humm ég held að ég væri samt alveg til í að hafa öðruvísi reynslu af lífinu,og þekkja misfellur lífsins af sögu einhvers annars.Það er sagt að guð hafi lagt mismikið af erfiðleikum á fólk,auðvita gæti maður hugsa vó hvað ég er sterk en það er allavega endalaust sem bætt er á mann,einhver ástæða hlýtur að vera fyrir þessu sem á suma er lagt,þó að maður viti ekki hvað það er,ég samt stundum hugsa að ég fá einhverja umbun en frekar samt í öðru lífi.Gleðilegan sunnudag
Katrín Ósk Adamsdóttir, 27.4.2008 kl. 13:34
Já þetta er skrítið.
Gleðilegan sunnudag
Eyrún Gísladóttir, 27.4.2008 kl. 14:17
Ég hugsa að æðruleysi komi þegar maður er tilbúin til að sleppa fortíðinni. Maður breytir hvort sem er engu sem er í henni.
Allir hafa eitthvað í sýnu lífi sem myndi flokkast sem erfiðleikar. Þær eru misjafnar leiðirnar sem guð sendir okkur. En ég hugsa að það sé samt þannig, að ef ég t.d hefði ekki lent í því sem ég lenti í sem barn, ef ég hefði ekki byrjað að dópa og drekka sem unglingur og fullt af öðrum atvikum sem hafa orðið í mínu lífi ekki orðið, þá væri ég ekki á þeim stað sem ég er á í dag. Og í dag mundi ég ekki vilja breyta neinu úr fortíðinni, því fortíðin er það sem gerir mig að mér...
Við höfum alltaf val í lífinu, alltaf. Við sjáum það bara ekki alltaf. Maður getur valið að velta fyrir sér fortíðinni endalaust og jafnvel kennt henni um hvernig maður er og endað bitur og reiður. Hin leiðin er að taka ábyrgð á sínu eigin lífi sem maður lifir í dag og skilja fortíðina eftir í fortíðinni. En samt ekki gleyma henni, heldur nota hana til að gera rétta, góða hluti. Það er það sem þroskar mann.
En, ekki veit ég svosem hvað ég krakkinn sem ég er, er að prédika eitthvað... ég veit bara hvað hefur virkað fyrir mig, og hvað bjargaði mínu lífi og gerði það allt þess virði að lifa því.
Og svo bara ávallt muna að sama hvað gerist þá er guð með planið, maður biður hann um hjálp og hann gerir það, en hann gefur þér aldrei lausnina... spurning um að treysta honum
the AA-gúrú tjekks át!
Signý, 27.4.2008 kl. 21:00
Ég skil hvað þú ert að fara og ég er ekki að velta mér neitt upp úr fortíðini ég bara var að velta þessu fyrir mér er búin að heyra svo marga segja þetta undanfarið og einhvernvegi hugsa ég ekki svona og eins og þú segir maður hefur alltaf val ég vel að vera ekki að velta mér upp úr hlutum en ég er samt ekkert sérstaklega æðrulaus ég trúi að guð eins og hver og einn skinjar hann sé alltaf með okkur og leiðbeini okkur gegnum lífið held samt að ég væri ekkert verr sett þótt ég hefði sloppið við þunglindi og allskins krankleika er sem beturfer búin að vera frísk í mörg ár
Eyrún Gísladóttir (IP-tala skráð) 27.4.2008 kl. 22:13
Þetta innlegg þitt er gott dæmi um æðruleysi, að geta still sjálfri sér upp við vegg og talað um það, er ekkert annað en æðruleysi mín kæra. Knús á þig inn í daginn.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.4.2008 kl. 18:47
Já þegar þú segir það svona Ásthildur mín þá sé ég að ég hef kanski smá snefil af æðruleysi
Takk fyrir það 
Eyrún Gísladóttir (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 20:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.