1.5.2008 | 23:13
Úff timburmenn
Jæja þá fékk ég að kenna á timburmönnunum í dag jesus minn hvað ég er búin að vera bara lasin í dag .
þannig er mál með vexti að ég fór á konukvöld Hauka í gærkveldi sem var bara gaman en ég passa mig yfirleitt þegar ég drekk sem er nú ekki mjög oft að hafa það í huga að þynnan er slæm þannig að ég drekk bara í hófi og yfirleitt aldrei þunn .
en einkvað hefur sú hugsun ekki verið mér ofarlega í huga í gærkveldi því ég er búin að þjást af höfuðverk magaverk svitaköstum og hjarsláttur upp á 140 slög á min.
þá datt mér í hug hvernig getur fólk lagt þetta á sig jafnvel helgi eftir helgi.veit ekki kannski þolir fólk þetta misvel ég hef reyndar aldrei þolað áfengi vel verð þess vegna alltaf að passa mig ætti nú eiginlega að hætta að fá mér í glas held að þessar aukaverkanir sem ég fæ séu ekki alveg eðlilegar annars veit ég svosem ekkert um það það fær allavega engin sem ég þekki svona svakalegan hjartslátt.
Semsagt þetta er ekki þess virði langbest að skemmta sér án áfengis.
Athugasemdir
Ertu ekki orðin góð?? það hlýtur að hafa verið gaman á konukvöldi með Hauka konum, ég hélt alltaf með Haukunum þegar ég bjó í Hafnarfirði. Ég fæ hjartslátt ef ég drekk of mikið svo ég er bara hætt því. Góða helgi
Ásdís Sigurðardóttir, 3.5.2008 kl. 12:08
Já held ég ætti að gera það líka Ásdís þetta er nú bara búið að hafa afleiðingar sjúkrahúsvist og vesen.
Eyrún Gísladóttir (IP-tala skráð) 3.5.2008 kl. 16:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.