Brjóstagjöf

Mér datt í hug að skrifa aðeins um þetta málefni þegar ég var að lesa hjá henni jenný.

Þannig er nefnilega mál með vexti að brjóstagjöf hefur aldrei gengið vel hjá mér mér líður hreint bölvanlega með barn á brjósti get ekki líst tilfinninguni finnst eins og sé verið að sjúga úr mér allan kraft og bara hreinlega lífið þetta er ömurleg tilfinning ég tók þá ákvörðun þegar ég gekk með mitt 4 ban að vera ekki með það á brjósti og sagði ljósuni í fyrstu skoðun að skrifa það stórum stöfum í skýrsluna að það ætti að þurka mig upp strax og að um þetta væri ekki meira að ræða.kanski er ég bera svona harðbrjósta veit ekki en svo fæddist sonurinn 15 vikum fyri tíman aðeins 670 gr  auðvitað lagði ég mín lóð á vogaskálarnar og mjólkaði mig smá tíma en það var engin þrístingur frá læknum og hjúkrunarfólki á vökudeild þau bríndu fyrir okkur að vera ekki að stressa okkur á brjóstagjöf nóg væri sressið samt og að litlu krílin myndu nærast vel á þurrmjólk.

Vinkona mín fæddi sinn son 3 mánuðum á eftir mér og hún sat dag eftri dag grátandi að reyna að gefa honum var alltaf að fá stíflur með blæðandi geirvörtur hún leitaði upp á lansa oftar en einusinni vegna stíflna og bað um að hún yrði þurkuð upp en það var bara nei þú reinir lengur og það var ekki fyrr en hún var alveg komin í rusl og barnið farið að æla blóði vegna blæðinga úr geirvörtum  þá sagði mamma henna stopp og lét heyra í sér við ljósurnar að hún var þurkuð upp og ekki með glöðu geði.

Þrjú önnur tilfelli þekki ég þar sem vanlíðan við brjóstagjöf var svo mikil að mæðurnar vöru komnar í mjög mikið þunglindi en það var ekki hlustað.

Auðvitað er gott að fá ráðgjöf og hjálp en þessi ýtni sem sumar ljósurnar beita nær ekki nokkuri átt ég get ekki ýmindað mér að það sé nokkru barni hollt að móðirin sjái ekki út um augun fyrir vanlíðan á sál og líkama.

Mér finnst mjög illa komið framm við konur í þessari aðstöðu þegar það er látið að því liggja að þær séu lélegar mæður og séu að gera börnum sínum mjög illt það finnst mér harðbrjósta frammkoma.

Við vitum að brjóstagjöf er holl og góð fyrir barnið en hún verður að vera það líka fyrir móðurina annars gengur hún bara ekki upp.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Alveg rétt hjá þér. Öfgar fara alltaf vitlaust í fólk..skelfilegt.

Ragnheiður , 7.5.2008 kl. 23:19

2 identicon

Sæl og blessuð Eyrún mín. Hef nú lengi ætlað að kommenta á þig og læt nú verða af því. Ég er ein af þessum tilfellum sem þú talar um og get ekki haft mín börn á brjósti. Fæ alveg ofur skrýtna tilfinningu sem ég get varla lýst, einhverskonar tómleikatilfinningu eða eitthvað þannig. Þegar ég átti hana Helgu mína ætlaði ég svo sannarlega að reyna og gerði það. Það varði í ca 2 mánuði eða svo. Þá var ég með sár á geirvörtum og kveið fyrir að leggja þessa elsku á brjóst. Þannig að ég er mikið sammála þér með þessa pressu alltaf hreint á mann frá hjúkrunarfólki. Það eru bara ekkert allir sem geta haft börn sín á brjósti þó að viljinn sé fyrir hendi og hana nú. Ég hef oft sagt að ef ég væri belja væri löngu búið að slátra mér. En þrátt fyrir þetta hafa öll mín börn verið ákaflega hraust og ekki orðið meint af. Engin eyrnabólga eða annað slíkt á þessum bænum. Eigðu góðar stundir Eyrún mín og til hamingju með verðandi ömmuhlutverkið. Kveðja til þín og þinna. Auður frænka.

Auður Hjálmarsdóttir (IP-tala skráð) 8.5.2008 kl. 00:33

3 identicon

Hæ hæ Auður mín gaman að fá komment frá þér já mínum börnum hefur ekki orðið meint af því að vera lítið á brjósti. kv Eyrún.

Já Ragga öfgarnar eru aldrei góðar.

Rétt hjá þér valli.

Eyrún Gísladóttir (IP-tala skráð) 8.5.2008 kl. 08:17

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hjá mér hefur þetta verið mismunandi eftir börnum, en mér finnst allt of mikil pressa á konum í þessu sambandi, stundum gengur þetta og stundum ekki. Ég er ekki sammála þessu með gáfur og brjóstamjólk, allavegana er það þveröfugt í mínum tilvikum.  Kær kveðja

Ásdís Sigurðardóttir, 8.5.2008 kl. 23:37

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er alveg rétt hjá þér að brjóstagjöf þarf að vera til gleði og ánægju fyrir móður og barn.  Það er líka stundum of mikil áhersla lögð á brjóstamjólk.  Auðvitað er hún best, en stundum þarf að fara aðrar leiðir.  Hér áður og fyrr var litið niður á konur sem ekki gátu haft börnin sín á brjósti, ég huga að þetta hafi nú lagast.  En það eimir örugglega enn af þessu.  Góður pistill hjá þér Eyrún mín og á örugglega eftir að hjálpa mörgum sem hann lesa og eru í þessari aðstöðu.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.5.2008 kl. 13:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband