Dagur á slysó

Já ég fékk símtal í hádeginu símtal sem allir foreldrar vilja ekki fá um að dóttir mín hefði lent í árekstri.

Og þar sem hún ræðst nú yfirleitt ekki á garðin þar sem hann er lægstur blessunin  þá keirði hún á ekkert minna en vörubíl þannig að við eiddum deiginum á slysadeildini hún slasaðist ekki alvarlega en er svona tognuð marin og snúin greyið dúllan mín.

Nú þakka ég guði fyrir að hún skuli vera hér hjá mér þetta hefði getað farið miklu verr eins og gefur að skilja.mér var hugsað til þess í dag að ég hef sjaldan verið eins kvíðin vegna stelpnana minna eins og þegar kom að bílprófs aldrinum ég var alltaf svona innst inni að vona að lögunum yrði breytt og bílprófs aldurinn yrði hækkaður en það gerðist nú ekki.

Nú eru þær báðar búna að lenda í slysi elsta dóttir mín er ekki eins heppin og systir sín því hún á væntanlega aldrey eftir að jafna sig alveg eftir slysið sem hún lenti í var á leiðini að fara í örorkumat þegar hún varð ófrísk og því var frestað framm yfir fæðingu.

hún er með skekkju í bakinu og bara mjög illa farin eftir þetta og það hefur mjög mikil áhrif á 17 ára krakka að lenda í svona hún varð að hætta mjög mörgu sem henni þótti skemtilegast stanslausir verkir og voðalega lítið hægt að gera svefnlausar nætur vegna verkja og andlegt hrun um tíma á 3 mánuðum léttist hín um 19 kg.Í dag hugsaði ég nei ég vona að hún lendi ekki í svona pakka líka en eins og ég segi hún slapp betur.

og við erum mjög heppin og þakklát guði fyri að dæturnar lenntu ekki verr í því þó önnur þeyrra þurfi að eiga í þessu þá hefði þetta getað farið svo mikið verr margir foreldrar hafa ekki fengið að njóta þess að ganga með léttir í hjarta út að spítalanum eftir svona simtöl eins og ég fékk í dag en eins og ég er alltaf að hamra á það er aldrey of varlega farið í umferðini og reyndar bara í lífinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Úff þetta er svakaleg lesning ! Gott að hún slapp þó þetta vel

Ragnheiður , 20.5.2008 kl. 23:59

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Guði sé lof að ekki fór verr.  Kveðjur inn í daginn.

Jenný Anna Baldursdóttir, 21.5.2008 kl. 09:06

3 Smámynd: Helga Dóra

Gott að það fór ekki verr fyrir henni..... Sendi góðar batakveðjur til hennar.....

Helga Dóra, 21.5.2008 kl. 11:25

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þetta er rosalegt, get tekið undir með þér að mín erfiðustu símtöl hafa tengst slysum barna minna.  Hún þarf að passa sig rosa vel þvi mar og tognun og annað sem sést ekki mikið, kemur fram síðar og getur verið jafn vont ef ekki verra en brot.  Kærleikur til ykkar.

Ásdís Sigurðardóttir, 21.5.2008 kl. 13:05

5 identicon

Takk fyrir kveðjurnar allar já Ásdís þetta er ferlega lúmskt.

Eyrún Gísladóttire (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 16:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband