Anorexian mætt á svæðið

Ég hef ekki haft dug í mér undanfarið til að blogga um það sem hvílir mest á mér þessa dagana það er þannig að ein dætra minna er komin með anorexiu við erum búin að reyna allt sem við getum.

Fortölur , blíðu ,hörku, hótanir you name it hún hlustar ekki nú er svo komið að við fórum með hana til læknis og kom í ljós það sem við vissum stelpan er verulega vannærð úff hvað er til ráða afkverju sér hún þetta ekki .

þessi dóttir mín er mjög skinsöm hefur alltaf passað vel upp á heilsuna og við alltaf getað rætt við hana um öll mál og aldrey verið erfit að tala hana til ef einhvað hefur verið en nei ekki núna henni finnst bara ekkert að þessu .

Verst er að hún fær gríðarlega jákvæða athygli út á þetta allir voða ert þú grönn og sæt ég tek framm að hún hefur aldrey verið feit en núna eru nánustu vinkonur hennar farnar að hafa áhyggjur og hafa spurt mig hvort ég haldi að hún sé með anorexiu þv hún er virkilega komin með þannig útlit

Ámorgun eigum við að mæta með hana í nánari rannsókn guð minn góður hvað ég vona að hún sjái að sér þegar læknarnir verða komnir með okkur í lið en er þó hæfilega bjartsín.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Þessi sjúkdómur er í raun geðtruflun og ekki von til að sjúklingurinn sjái það sjálfur. Þið eruð greinilega að gera ykkar til að aðstoða hana. Má ég benda þér á samtökin Forma ? Þau eru stuðningssamtök átröskunarsjúklinga.

http://forma.go.is/index2.htm

Gangi ykkur vel. Hjartans kveðjur til ykkar

Ragnheiður , 25.5.2008 kl. 17:18

2 Smámynd: kiza

Sæl Eyrún,

 Ég finn til með þér í þessari aðstöðu, besta vinkona mín barðist við anorexiu og lotugræðgi frá 14 ára aldri og vel fram yfir tvítugt (og gerir í raun enn í dag, hvern dag fyrir sig) þannig að ég skil sjónarhorn þitt.

Ég myndi mæla með (ef þið hafið ekki gert það nú þegar) að kíkja á Forma samtökin:

http://forma.go.is  

sem eru starfrækt af ungum konum sem hafa gengið í gegn um átröskunarsjúkdóma og eru mjög virkar í að vekja umræður um málin sem og gefa ráð til bæði þeirra sem þjást af átröskun sem og aðstandendum þeirra.  Ég gæti trúað að þær ættu kannski auðveldara með að ná til stelpunnar þar sem þær vita hvað þær eru að tala um og eru nær henni í aldri heldur en t.d. foreldrarnir og læknar.  Þær gætu þá reynt að útskýra þetta betur fyrir henni á jafningjagrundvelli, og bent henni á leiðir til að takast á við þetta.  Þetta er misskilinn geðsjúkdómur sem er ótrúlega lúmskur og langlífur, þannig að því fyrr sem hægt er að stöðva ferlið því betra.

Ég vona innilega að þú takir þessu ekki illa, eða eins og ég sé eitthvað að reyna að skipa ykkur fyrir, en ég bara gat ekki staðist að kommenta á þetta þar sem svona mál liggja mér mjög nærri (sbr. besta vinkonan sem og þónokkrar fleiri).

Gangi ykkur sem allra best,

- Jóna Svanlaug 

kiza, 25.5.2008 kl. 17:24

3 identicon

Takk fyrir ráðin stelpur nei ég tek þessu eei illa öll ráð eru vel þegin.

Takk fyrir kveðjurnar.

Eyrún Gísladóttir (IP-tala skráð) 25.5.2008 kl. 18:01

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Almáttugur hvað þetta hlýtir að vera erfitt.  Vonandi verður eitthvað hægt að gera.  Kærleikskveðja til ykkar.

Ásdís Sigurðardóttir, 25.5.2008 kl. 21:02

5 identicon

Úff, þetta er skelfilegt!

Ég vona svo sannarlega að stúlkan nái sér, held að þið hafið líka gott af því að athuga með stuðning fyrir ykkur aðstandendurna. Ég sé að ykkur hefur þegar verið bent á forma en mér dettur í hug önnur samtök líka: Spegillinn. 

Mínar bestu kveðjur. 

Ragga (IP-tala skráð) 25.5.2008 kl. 21:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband