29.9.2008 | 01:05
Er Geir H Haarde illa gefin
Svei mér þá hvað ég er orðin þreytt á að horfa og hlusta á þennan forsætisráðherra okkar þusa um að ástandið hér sé bara ekki eins slæmt og allir tala um annað hvort er maðurinn í svona hrikalegri afneitun eða að hann er hreinlega ekki nógu vel gefin aumingjas kallinn.
Athugasemdir
Sæl. Það er nú gott að þjóðin á svona sérfræðinga sem þig.
Forsætisráðherrann okkar er væntanlega með lakari menntun í þessum efnum en síðuritarinn ? Hérna er ágrip af menntun Geirs H Haarde : Stúdentspróf MR 1971. BA-próf í hagfræði frá Brandeis-háskóla, Bandaríkjunum, 1973. MA-próf í alþjóðastjórnmálum frá Johns Hopkins-háskóla, Bandaríkjunum, 1975. MA-próf í hagfræði frá Minnesota-háskóla, Bandaríkjunum, 1977.
Blaðamaður við Morgunblaðið á sumrum 1972-1977. Hagfræðingur í alþjóðadeild Seðlabanka Íslands 1977-1983.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 29.9.2008 kl. 01:40
Predikarinn: Hann faðir minn sagði alltaf: það er eitt að vera vel gefin á bókina og annað að vera klár...Verkunum koma þeir til skila sem eru það síðarnefnda.
Halla Rut , 29.9.2008 kl. 01:46
Nákvæmlega. Það hafa fáar þjóðir náð öðrum eins hagvexti og við undir stjórn Geirs H Haarde og Davíðs Oddsonar. Við státum enn af hagvexti þrátt fyrir vandræði líðandi stundar. Þá segja erlendar greiningadeildir að við búum við öfundverðar aðstæður íslendingar.
Þá skulu vera 2 "n" í orðinu "gefinn" í fyrirsögn síðuritara. Þá er maður vel gefinn að gefa rétt í "ennunum".
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 29.9.2008 kl. 01:51
Þannig má segja að forsætisráðherrann sé bæði vel gefinn og klár einnig samkvæmt útlistun Höllu Rutar.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 29.9.2008 kl. 01:53
Ég er nefnilega ekki svo viss um að hann (Geir) sé klár...Davíð var klár..
Halla Rut , 29.9.2008 kl. 02:01
Það sem ég þekki til Geirs þá er hann bæði vel gefinn og klár. Það er ekki auðvelt að stjórna þessu landi.
Ásdís Sigurðardóttir, 29.9.2008 kl. 11:49
Almáttugur hvað maður er sár eg er ekki í neinni samkeppni um hvort ég eða Geir erum klárari pretikari enda hefði hann nú sennilega vinningi þar en man ekki eftir verra ástandi hér á landi fjárhagslega og það er fyrsta skrefið að viðurkenna vandan er það ekki.
Ásdís mín ég er ekki að segja að Geir sé slæmur maður en mér finnst einhvervegin eins og hann geri of lítið úr þeim vanda sem steðjar hér að.
Eyrún Gísladóttir, 29.9.2008 kl. 13:51
Auðvelt að stjórna landi! Er yfirleitt gert ráð fyrir því að það sé auðvelt að stjórna landi? 'Ég er á þeirri skoðun að þeir sem ekki geta stjórnað auðugu smáríki eins og Íslandi ættu að taka sér eitthvað annað en stjórnmál fyrir hendur. Það er nefnilega langt frá að þjóðin hafi sent Geir eitthvert bænarákall um að stýra þessari þjóð. Hann bauð sig fram til þess og eyddi löngum tíma og mikilli orku í að sannfæra þjóðina um að honum einum væri treystandi til að stýra henni í átt til framfara og stöðugleika í lífskjörum.
Honum gleymdist að taka fram eftirfarandi fyrirvara:
"Þ.e.a.s ef ekki kemur þá einhver fjandinn uppá."
Árni Gunnarsson, 30.9.2008 kl. 15:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.