Lífið er yndislegt lalalalalala.

Já best að ég byrji á að segja ykkur að litli ömmusnúðurinn dafnar vel vill bara nærast út í eitt (Greynilega örlítið skildur mér hehe) hann er bara yndislegurInLove

En svo að öðru ég fór til systur minnar í sláturgerð eða það er að segja við gerðum lyfrarpilsu sem er svo sem ekki frásögufærandi því það virðast allir vera að því þessa dagana því ég fór ítrekað í sláturmarkaðinn í hagkaup og kom að tómum kofanum allt búið svo ég mætti síðasta föstudag 15 mín fyrir opnun og hélt ég yrði nú fyrst inn ,en nei það var komin biðröð út á bílaplan en jæja ég fékk loksins slátrið hélt að það væri nú í lokuðum kössum ,nei nei það var allt í einhverjum pokum og blóðið í brúsum sem voru allir útklíndir í blóði  þannig að þegar slátrið var komið á áfangastað leit bíllinn minn út eins og það hefði verið framið morð í honum.

En jæja við systur förum að gera slátrið og þar sem ég hef í raunini aldrei gert þetta sjálf áður var ég sett í að skera mör á meðan hún blandaði og ég verð að segja að mér var tíðhugsað um hvort ég væri með svona mikið magn af fitu innbyrgðisSick jæja en svo var farð að troða í keppi og sauma fyrir og enginn skildi hvað ég var lengi að sauma en þegar búið var að sauma og keppirnir mínir skoðaðir kom í ljós að ég saumaði allt samviskusamlega með kapellusaum semsagt ég bróderaði keppina það vantaði bara verði ykkur að góðu á þá hehe.

En þetta var nú bara gaman og ég hélt heim áleið hrikalega stolt yfir hvað ég var búin að vera dugleg húsmóðir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 11:52

2 identicon

hehehe æji eyrún það er svo gaman af þér !

knús

sonja frænka (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 19:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband