7.2.2008 | 23:17
Súrsuð kynfæri ooojjj
Ég er að velta fyrir mér hvernig maður getur sett þorramat inn fyrir sínar varir .ef ég rekst á mjólk í ísskápnum sem er komin 1 dag framm yfir síðasta söludag er henni helt í vaskinn og ég hendi öllu sem er ekki innan marka, Svo fynst mér ekkert betra en hákarl sem er ekkert annað en handónýtur matur reyndar er það eini þorramaturinn sem ég borða mér fynst ekkert jafn ógeðslegt og súrsuð kynfæri og allur þessi súri og skemmdi matur sem margir eru að úða í sig á þessum árstíma. Hey það er löngu búið að fynna upp ísskápinn við þurfum ekki að geyma matin okkar í sýru.
Athugasemdir
Eyrún,nammi namm súrsaðir pungar. Ég elska þá...
Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir, 7.2.2008 kl. 23:41
Algjörlega sammála varðandi þennan svokallaða "þorramat", nema hákarl get ég ekki með nokkru móti borðað. Eina sem ég get gert á þorrablóti er að japla harðfisk, annað finnst mér ávísun á matareitrun. Þetta þorrablótsrugl og skötuviðbjóðurinn er eitthvað sem við eigum að losa okkur við, erum við ekki annars að reyna að þykjast vera orðin menningarþjóð?
nöldrari (IP-tala skráð) 9.2.2008 kl. 21:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.