25.3.2008 | 17:00
Tekið með trompi
Jæja elskurnar þá er mín opinberlega byrjuð í átaki bara hollt fæði og fór meira að segja út að hlaupa í dag og komst að því mér til mikilla furðu (eða þannig)að ég er bara í LÉLEGU FORMI vægast sagt hljóp í ca 30 mín með labb pásum og kom heim fjólublá í framan og blés eins og físibelgur svo á ég vinkonu sem er í GÓÐU FORMI í meira lagi hún er svoddan pollianna þessi elska styður við bakið á vinkonu sinni alveg gallhörð með frasana sína á reiðum höndum hér koma nokkrir: brenna til að granna , borða hollt og vera stollt hehe hún er svo mikið krútt þessi elska en ég er svona að verða eðlileg á litin first núna og farinn að anda eðlilega þetta kemur allt.
Athugasemdir
Ég hef nú bara ekki hlaupið í svo mörg ár að ég kann það ekki lengur, en ég get labbað nokkuð hratt pollyanna mín á það líka til að vera full hress kveja
Ásdís Sigurðardóttir, 25.3.2008 kl. 18:08
Það er ótrúlegt hvað maður er fljót/ur að detta úr formi. Ég var algjör íþróttaálfur hérna þegar ég var barn og unglingur, svo snar hætti ég eitthvað um tvítugt, en hef samt alltaf verið að gear eitthvað eins og motorkross og svona, en samt ekki neitt svona markvisst. Svo um daginn, svona 2 vikur síðan þá fór ég í ræktina í fyrsta skipti síðan ég man ekki hvenær og boy ó boy! ég hélt að ég mundi ekki komast í gegnum þetta litla prógramm sem ég setti handa mér og svo var ég með harðsperrur í 2 daga!
En, þetta er samt ótrúlega fljótt að koma, ef maður heldur einhverri reglu. Ég er allavega orðin mun betri núna en ég var fyrir 2 vikum. Svo bara keep up the good work! þetta getur ekki annað en bara orðið betra...
Signý, 25.3.2008 kl. 19:00
Ó boj..en veistu maður hundhressist við að hreyfa sig..ég labba smávegis og hef hresst mikið við það
Ragnheiður , 25.3.2008 kl. 19:08
Já ég ætla að halda ótrauð áfram með pollyönnu mér við hlið ,sundlaugin í fyrramálið fyrir vinnu bara hress.
Eyrún Gísladóttir (IP-tala skráð) 25.3.2008 kl. 20:11
Gangi þér vel
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 25.3.2008 kl. 21:16
Bara eitt Eyrún mín, ekki ofgera þér í byrjun, það veit bara á eitt uppgjöf. Taktu þér þinn tíma, og þína getu. Knús og gott gengi.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.3.2008 kl. 11:27
Þar hitturðu nagglan á höfuðið Ásthildur ég nebbla ofgeri mér næstum alltaf og gefst upp eins og ég hef sagt kann ekki að gera neitt í hófi en núna ætla ég að vera skinsöm enda pollyanna að passa uppá mig þessi elska.
Eyrún Gísladóttir (IP-tala skráð) 26.3.2008 kl. 15:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.