Má maður vera hallærislegur í friði.

Ég er búin að vera síðasta sólahring á Eyrabakka að hjálpa múttu túttu að pakka og þrífa hún er að flytja í bæjin pæjan en þegar við fórum að taka úr skápum og skúffum þá ar komu í ljós gömul myndaalbúm og við skemtum okkur mjög vel systurnar við að rifja upp og hlæja að hallærislegum klæðnaði og hárgreyðslum hvernig gat maður verið svona hallærislegur.

Systir mín gaf mér um daginn mynd af okkur öllum systrunum og pabba og ég get svarið það að ég get ekki litið á myndina án þess að bilast úr hlátri pabbi er eins og peter sellers ég eins og ég sé á leiðini á ball í hollywood  með disco klippinguna og svita bandið um hausin alveg á hreinu tvær eldri systurnar óléttar með gosbrunn í hárinu dísus eina sem leit ekki út eins og asni á myndini er yngsta systirin því hún var bara 2 ára og hafði ekki vit á að gera sig að fífli.

Það er alveg ferlega gaman að skoða eldgamlar myndir og rifja upp gömul skemtileg atvik.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Yndisleg lýsing á ástandi ykkar systra.  Það eru margar gömlu myndirnar alveg óborganlegar. 

Ásdís Sigurðardóttir, 18.5.2008 kl. 11:08

2 Smámynd: Ragnheiður

Hahahaha LOL ! Skemmtileg færsla þetta...minnir mig á eina gamla mynd sem er hér af mínum börnum. Stelpurnar í þess tíðaranda tísku, buxur með áföstum axlaböndum...og buxurnar þar með hálfa leið upp í heila. Þær bilast alveg af hlátri þegar þær sjá þessa mynd

Ragnheiður , 18.5.2008 kl. 19:27

3 Smámynd: Helga Dóra

Nú er bara að skanna og sýna okkur......

Helga Dóra, 18.5.2008 kl. 22:33

4 identicon

Já Ásdís lýsingin er Yndisleg en útlitið á okkur er ekki eins yndislegt hehe

Já ég get trúað að þær hlæi Ragga þetta er ekkert smá fyndið haha

Helga mín systur mínar myndu myrða mig ef ég setti þesa mynd á netið þori því ekki fyrir mitt litla líf.

Eyrún Gísladóttir (IP-tala skráð) 18.5.2008 kl. 23:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband