Litli snúðurinn

Já tíminn líður alltof hratt litli stubburinn minn fór í dag í fyrsta skipti í skóla vorskólinn var í dag jiminn hvað maður var stoltur hafði reyndar meiri áhuga á nestinu sínu heldur en skólanum sem slíkum en samt svaka spenntur svo eftir skóla spurði ég náttla eins og maður gerir þegar þau eru að byrja í skóla og hvað varst þú að læra í skólanum þá svaraði hann ég var ekkert að læra nú hvað varst þú þá að gera bara skrifa stafi já það er að læra svaraði ég neibb ég var sko ekkert að læra bara að skrifa og ég þekki son minn þíðir ekkert að þræta við hann svo ég bara brosti voða ert þú duglegur ooooo það er svo stutt síðan hann fæddist og nú bara byrjaður í skóla litla lúsin mín.

Verð víst bara að sætta mig við að börnin eldast í takt við mig.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Himmalingur

Og áður en maður veit af eru þessar elskur flognar úr hreiðrinu. Þess vegna er um að gera að nýta tímann vel með þessum elskum!!!!!!

Himmalingur, 27.5.2008 kl. 23:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband