7.5.2008 | 21:15
Brjóstagjöf
Mér datt í hug að skrifa aðeins um þetta málefni þegar ég var að lesa hjá henni jenný.
Þannig er nefnilega mál með vexti að brjóstagjöf hefur aldrei gengið vel hjá mér mér líður hreint bölvanlega með barn á brjósti get ekki líst tilfinninguni finnst eins og sé verið að sjúga úr mér allan kraft og bara hreinlega lífið þetta er ömurleg tilfinning ég tók þá ákvörðun þegar ég gekk með mitt 4 ban að vera ekki með það á brjósti og sagði ljósuni í fyrstu skoðun að skrifa það stórum stöfum í skýrsluna að það ætti að þurka mig upp strax og að um þetta væri ekki meira að ræða.kanski er ég bera svona harðbrjósta veit ekki en svo fæddist sonurinn 15 vikum fyri tíman aðeins 670 gr auðvitað lagði ég mín lóð á vogaskálarnar og mjólkaði mig smá tíma en það var engin þrístingur frá læknum og hjúkrunarfólki á vökudeild þau bríndu fyrir okkur að vera ekki að stressa okkur á brjóstagjöf nóg væri sressið samt og að litlu krílin myndu nærast vel á þurrmjólk.
Vinkona mín fæddi sinn son 3 mánuðum á eftir mér og hún sat dag eftri dag grátandi að reyna að gefa honum var alltaf að fá stíflur með blæðandi geirvörtur hún leitaði upp á lansa oftar en einusinni vegna stíflna og bað um að hún yrði þurkuð upp en það var bara nei þú reinir lengur og það var ekki fyrr en hún var alveg komin í rusl og barnið farið að æla blóði vegna blæðinga úr geirvörtum þá sagði mamma henna stopp og lét heyra í sér við ljósurnar að hún var þurkuð upp og ekki með glöðu geði.
Þrjú önnur tilfelli þekki ég þar sem vanlíðan við brjóstagjöf var svo mikil að mæðurnar vöru komnar í mjög mikið þunglindi en það var ekki hlustað.
Auðvitað er gott að fá ráðgjöf og hjálp en þessi ýtni sem sumar ljósurnar beita nær ekki nokkuri átt ég get ekki ýmindað mér að það sé nokkru barni hollt að móðirin sjái ekki út um augun fyrir vanlíðan á sál og líkama.
Mér finnst mjög illa komið framm við konur í þessari aðstöðu þegar það er látið að því liggja að þær séu lélegar mæður og séu að gera börnum sínum mjög illt það finnst mér harðbrjósta frammkoma.
Við vitum að brjóstagjöf er holl og góð fyrir barnið en hún verður að vera það líka fyrir móðurina annars gengur hún bara ekki upp.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
5.5.2008 | 18:53
Hryllingurinn heldur áfram
Hvað er um að vera í þessum heimi maður heyrir ekki orðið fréttir öðruvísi en að það séu fréttir af fólki (foreldrum )sem hafa lokað börn sín inni beitt þau kynferðislegu ofbeldi eða jafnvel myrt þau og geymt í frysti í tugi ára hvað fær mannskepnuna til að fremja svona voðaverk.
það er örugglega satt sem sagt er að mannskepnan sé sú grimmasta af öllum skepnum jarðar.
Þvílíkur viðbjóður sem viðgengst í sumum fjölskildum feður misnota börn sín og mæðurnar vita af því og hafast ekkert að.jú jú ég veit að konur geta verið svo kúgaðar og illa farna af ofbeldi sjálfar að þær þora vart að anda en........
Þetta er bara hryllingur manni verður nú bara óglatt af öllum þessum viðbjóð.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
5.5.2008 | 13:12
Prikavika
Já ég á erfit með að gefa bara einni manneskju prik því á mínum bloggvinalista eru hetjur í löngum bunum.
En þær sem ég ætla að gefa prik eru Ragga Himma mamma og Birna mamma Hauks fyrir hvernig þær taka á lífinu í þeyrra miklu sorg.
svo er það hún Ásdís fyrir frábært framlag til rannsóknaá brjóstakrabba.
og Jenný Anna fyrir að tala svona opinskátt um baráttu sína við fíknina.
svo eru margir fleyri sem ég myndi vilja gefa prik en get ég talið þá alla upp hér .
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
3.5.2008 | 21:13
Er rugl í gangi

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.5.2008 | 23:13
Úff timburmenn
Jæja þá fékk ég að kenna á timburmönnunum í dag jesus minn hvað ég er búin að vera bara lasin í dag .
þannig er mál með vexti að ég fór á konukvöld Hauka í gærkveldi sem var bara gaman en ég passa mig yfirleitt þegar ég drekk sem er nú ekki mjög oft að hafa það í huga að þynnan er slæm þannig að ég drekk bara í hófi og yfirleitt aldrei þunn .
en einkvað hefur sú hugsun ekki verið mér ofarlega í huga í gærkveldi því ég er búin að þjást af höfuðverk magaverk svitaköstum og hjarsláttur upp á 140 slög á min.
þá datt mér í hug hvernig getur fólk lagt þetta á sig jafnvel helgi eftir helgi.veit ekki kannski þolir fólk þetta misvel ég hef reyndar aldrei þolað áfengi vel verð þess vegna alltaf að passa mig ætti nú eiginlega að hætta að fá mér í glas held að þessar aukaverkanir sem ég fæ séu ekki alveg eðlilegar annars veit ég svosem ekkert um það það fær allavega engin sem ég þekki svona svakalegan hjartslátt.
Semsagt þetta er ekki þess virði langbest að skemmta sér án áfengis.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
29.4.2008 | 22:26
Á ég að segja ykkur leyndarmál
það besta er að dóttirin er hraust og ekkert bendir til annars en að barnið sé það líka og þau turtildúfurnar eru bara happy með þetta.
Jæja búin að segja frá gat ekki þagað lengur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
29.4.2008 | 20:22
Glis gella
Jamm mín er að fara á konukvöld Hauka annaðkvöld og er búin að dressa mig upp þrátt fyrir nokkur aukakíló tókst mér að finna mér föt sem eru bara flott kjóll með silfurþráðum og silfraðir skór glimmer naglalakk og ofan á herlegheitin ætla ég svo að setja örlítið að glimmer æliner á augun þvílíka pæjan sem ég verð .
Veit ekki hvað kom yfir mig er yfirleitt í frekar hlutlausum fötum finnst ekki alveg hæfa mér svona glisföt en held að þetta verði bara fínt breyta aðeins til.
Skál fyrir mér hehe
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.4.2008 | 13:02
Æðruleysi
Ég hef verið að velta þessu svokallaða æðruleysi fyrir mér Sérstaklega eftir að ég er búin að eiga spjall við hana móðir mína sem er ein sú æðrulausasta sem ég þekki svo var ég að lesa viðtöl um daginn þar sem fólk var að lýsa erfiðri reynslu sinni af hinu og þessu og einhvernvegin voru allir sammála um það að þau hefðu ekki viljað sleppa við þessa erfileika því þá væri það sennilega ekki statt þar sem það er í dag.
Ok guð hefur sennilega verið í skrítni skapi þegar hann skapaði mig úthlutaði mér ögn af þessu og dass af hinu sem ég hefði alveg viljað vera laus við því að belive me það hefur ýmislegt sem ég myndi kalla mis erfitt komið uppá um dagana og ég finn ekki fyrir snefil af þessari æðruleysis tilfinningu bærast í mér myndi bara viljað vera laus við þessa erfiðleika held ég væri ekkert verr stödd í dag þó ég hefði farið á mis við einkvað af þessum erfileikum.
Ég trúi á guð eins og ég skilgreini hann og þakka honum óspart fyrir að ég hafi komist í gegnum þessar oft skrítnu uppákomur sem mér voru úthlutaðar því ég trúi því að okkur sé ætlað eitt og annað í lífinu og að erfileikar sem við göngum í gegnum þroski okkur en annað hvort er ég svona afspyrnu treg eða ég veit það ekki allavega held ég að ég hafi ekki þroskast neitt meira en gengur og gerist jú jú ég hef lært eitt og annað en hugsa að ég hefði bara viljað læra það eftir öðrum leiðum
Sem sagt ég hef komist að þeirri niðurstöðu að ég er ekki æðrulaus en ég þakka samt guði fyrir það sem mér hefur verið gefið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
24.4.2008 | 21:59
Hræsni
Ég meira að segja las blogg áðan þar sem var verið að rakka bílstjóra niður og þar stóð ÞEIM HEFÐI VERIÐ NÆR AÐ KLÁRA GRUNNSKÓLANN hallo hvaða bull er þetta væri bensín verð þá lægra eða ef allir ganga í háskólann hver ætti þá að keyra t.d upp úr grunnunum áhúsunum sem þessir háskólagengnu eru að byggja þvílíkt og annað eins bull hef ég sjaldan heyrt þar fyrir utan get ég ekki séð hvað þetta hefur með menntun að gera.
Þótt leiðinlegt sé að segja það þá held ég að þessar aðgerðir þeirra haggi varla stjórnvöldum þessa lands, stjórnendur sitja niðri í alþingi og plana næstu utanlandsferð eða hvort við höfum gert rétt eða rangt í Íraksmálinu eða hvar eigi að byggja næsta sendiráð held þetta fólk ætti nú að fara taka til í sínum eigin garði.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
24.4.2008 | 15:25
Hrikalega

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)